Fara í efni

Atvinnuleit

Flest stöndum við frammi fyrir því nokkru sinnum á lífsleiðinni að leita okkur að starfi. Stundum heyrum við af áhugaverðu starfi frá vinum og kunningjum sem við ákveðum að sækjast eftir en oftast þurfum við að hafa meira fyrir því. Við þurfum að átta okkur á hvað okkur langar að starfa við og gera okkur grein fyrir hvar okkur langar að vinna og hvaða framboð er á störfum þar. Oft er rétt að grípa fyrstu tækifærin sem bjóðast en einnig gott að vanda til verka svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir fyrir þig. Það skiptir máli að velja vel og hafa í huga hvort þú ert að velja þér starf í stuttan tíma eða til frambúðar því við starfið verður oftast svo stór hluti af lífi okkar.
Á síðu VIRK getur þú kynnt þér feril atvinnuleitar.

Skoða störf

Þú getur valið úr nokkrum leiðum þegar þú ætlar að leita þér að starfi. Ein þeirra er að fylgjast með auglýsingum og þá getur þú nálgast atvinnuauglýsingar hér og skoðað flest þau störf sem eru auglýst hverju sinni í landinu. En það getur líkað skilað góðum árangri að hafa samband við fyrirtæki til að kanna möguleikana eða nýta tengslanetið þitt.

Ef þú veist ekki hvað þig langar að starfa við gætir þú haft gagn af að skoða Áhugaverð störf þar sem þú getur kynnt þér störf út frá áhugasviðum.

Á Næsta skrefi er líka að finna mjög góðar lýsingar á fjölmörgum störfum og þar er líka hægt að taka áhugakönnun.

 

Uppfæra ferilskrá

Vönduð og flott ferilskrá er lykilatriði þegar þú ætlar að sækja um starf. Markmiðið með henni er að ná athygli fyrirtækis og gefa lýsandi upplýsingar um þig til að sýna hvað þú hefur að bjóða. Ferilskráin þarf að gefa góða yfirsýn yfir menntun þína og starfsreynslu auk annarra kosta. Hún þarf að lýsa þér sem hæfum umsækjanda um starfið sem þú ert að sækja um.
Hver sem staðan þín er stendur þú betur að vígi með flotta ferilskrá sem vekur athygli. Á síðu VIRK finnur þú góðar upplýsingar um útlit, innihald og uppsetningu ferilskrár.

Einnig er mjög gott að búa til grunn að kynningarbréfi því slíkt bréf ættir þú yfirleitt alltaf að senda með umsókn til að útskýra hvers vegna þú sért góður kostur fyrir fyrirtækið.

Gefðu þér góðan tíma í að útbúa vandað kynningarefni því það getur ráðið úrslitum þegar kemur að því að ná sambandi við atvinnurekanda.

 

Atvinnumissir og líðan