Náttúrukort
Nóvember
- Fara í göngu og taka myndir af norðurljósunum þegar þau sýna sig.
- Ganga úti og velta fyrir þér gangi himintungla.
- Finna hund til að leika við eða kíkja á hvað er að gerast í hesthúsahverfinu.
- Skoða hvernig veður er á göngunni. Við hlustum á veðurspár og eigum mörg veðurorð. Hvernig myndir þú lýsa veðri dagsins?
- Fara í góðan göngutúr í leiðindaveðri og njóta þess að finna kraftinn í náttúrunni.
- Dýfa andlitinu í snjóinn (ef hann snjóar) og taka mynd af farinu sem myndast.
- Finna stað úti í náttúrunni sem þú hefur ekki komið á. Einvera getur verið góð fyrir hugann.
- Rifja upp álfasögur og kanna álfabyggðir í þínu nærumhverfi.
- Rekja minkaslóð eða einhverja aðra slóð sem þú gengur fram á.
- Kanna hvaða fuglar eru á ferli. Fölmargar tegundir hafa hér vetursetu.