Fara í efni

Heilsueflandi vinnustaður

Heilsueflandi vinnustaður

Allar upplýsingar um Heilsueflandi vinnustað er að finna á vefnum Heilsueflandi vinnustaður (vinnustadir.heilsueflandi.is). Þar er hægt að nálgast gagnvirk viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði, lesa sig til um skorun viðmiða, innleiðingu og framkvæmd heilsueflandi vinnustaða, nálgast áhugaverð fræðsluerindi og merki sem heilsueflandi vinnustaðir geta merkt sig með. 
Aðgengilegt vinnustöðum án endurgjalds
Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks og eru viðmiðin aðgengileg öllum vinnustöðum á landinu án endurgjalds.
Flest verjum við um helmingi vökutímans í vinnunni alla virka daga. Það er því mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt vinnuumhverfi og stuðli að heilsueflingu og vellíðan almennt. Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.
Margir halda að heilsueflandi vinnustaður snúist um að allir eigi nú að fara út að hlaupa, lyfta eða borða ofurhollt en viðmiðin eru mun víðtækari en svo. Þau taka á öllum þeim þáttum sem rannsóknir sýna að hafi áhrif á heilsu og vellíðan okkar í vinnu. Þau koma fram með heildræna sýn á heilsu sem öll fyrirtæki ættu að geta tileinkað sér, fyrirtæki sínu og starfsfólki til hagsbóta.
Á Heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á:
  • Hollt mataræði
  • Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
  • Vellíðan starfsfólks
  • Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
  • Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
  • Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
  • Vímuefnalausan vinnustað
  • Umhverfisvernd

Fyrir hverja er Heilsueflandi vinnustaður?

Heilsueflandi vinnustaður hentar fyrir alla vinnustaði óháð stærð, atvinnugrein eða staðsetningu. Hver vinnustaður getur nýtt viðmið Heilsueflandi vinnustaðar út frá sínum þörfum, forsendum og möguleikum.

Ávinningur vinnustaða af því að huga að heilsu starfsfólks er óumdeilanlegur og kristallast kannski helst í eftirfarandi atriðum:

Ávinningur vinnustaðar

  • Meiri starfsánægja
  • Sterkari liðsheild
  • Fjárfesting í mannauði
  • Minni líkur á veikindum og slysum
  • Eftirsóknarverðari vinnustaður
  • Minni starfsmannavelta
  • Aukin sköpunargleði
  • Bætt ímynd
  • Aukin framleiðni

Ávinningur starfsfólks

  • Aukin vellíðan í starfi og meiri starfsánægja
  • Bætt heilsa
  • Bætt andleg líðan
  • Aukin líkamleg færni
  • Aukin helgun í starfi
  • Meira traust og sjálfræði í starfi
  • Meiri hæfni og áhugi
  • Bætt félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað
  • Jákvæð áhrif á fjölskyldu og umhverfi

Tilurð viðmiðanna
Viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað voru unnin af sérfræðingum VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins. Við gerð þeirra var horft til rannsókna og fyrirmynda erlendis frá, viðmiða embættis landlæknis fyrir Heilsueflandi skóla og Heilsueflandi samfélög, auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Viðmiðin voru rýnd af sérfræðingum á hverju sviði svo sem á sviði næringar og hreyfingar hjá embætti landlæknis. Viðmið sem lúta að stjórnun og starfsháttum voru rýnd af stjórnendum, mannauðsstjórum og ráðgjöfum úr atvinnulífinu.
Þau voru loks prufukeyrð hjá tíu ólíkum fyrirtækjum sem valin voru úr hópi 70 umsækjanda auk þess að vera prufukeyrð hjá VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu. Öll þessi rýni skilaði sér í gagnlegum útfærslum á viðmiðunum sem þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun.

Fyrirtækin sem prufukeyrðu verkefnið voru:

Morgunfundir

Í samstarfi VIRK, Vinnueftirlits og embættis landlæknis hafa verið haldnar kynningar um heilsueflandi vinnustaði þar sem áherslan hefur verið á fræðslu um allt sem getur stuðlað að vellíðan á vinnustað. Einnig hafa verið haldnar kynningar á vegum faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi hjá Stjórnvísi og félögum mannauðsstjóra.
Hér má nálgast upplýsingar og upptökur af fundunum:
Aðrar kynningar í tengslum við Heilsueflandi vinnustað:

Heilsueflandi vinnustaður er hluti af verkefnum á forvarnasviði VIRK og unninn er í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, embætti landlæknis, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnueftirlitið, og hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Önnur verkefni forvarnasviðs eru m.a. velvirk.is, rannsóknir um áhrifaþætti brottfalls af vinnumarkaði og vitundarvakningar á borð við „Er brjálað að gera“ og "Það má ekkert lengur".

Streita stjórnandans

Vinnustaðamenning og mannauður

Árangursríkar starfsvenjur

Nýir straumar