Heilsueflandi vinnustaður
Heilsueflandi vinnustaður
- Hollt mataræði
- Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
- Vellíðan starfsfólks
- Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
- Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
- Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
- Vímuefnalausan vinnustað
- Umhverfisvernd
Fyrir hverja er Heilsueflandi vinnustaður?
Heilsueflandi vinnustaður hentar fyrir alla vinnustaði óháð stærð, atvinnugrein eða staðsetningu. Hver vinnustaður getur nýtt viðmið Heilsueflandi vinnustaðar út frá sínum þörfum, forsendum og möguleikum.
Ávinningur vinnustaða af því að huga að heilsu starfsfólks er óumdeilanlegur og kristallast kannski helst í eftirfarandi atriðum:
Ávinningur vinnustaðar
|
Ávinningur starfsfólks
|
Tilurð viðmiðanna
Viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað voru unnin af sérfræðingum VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins. Við gerð þeirra var horft til rannsókna og fyrirmynda erlendis frá, viðmiða embættis landlæknis fyrir Heilsueflandi skóla og Heilsueflandi samfélög, auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Viðmiðin voru rýnd af sérfræðingum á hverju sviði svo sem á sviði næringar og hreyfingar hjá embætti landlæknis. Viðmið sem lúta að stjórnun og starfsháttum voru rýnd af stjórnendum, mannauðsstjórum og ráðgjöfum úr atvinnulífinu.
Þau voru loks prufukeyrð hjá tíu ólíkum fyrirtækjum sem valin voru úr hópi 70 umsækjanda auk þess að vera prufukeyrð hjá VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu. Öll þessi rýni skilaði sér í gagnlegum útfærslum á viðmiðunum sem þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun.
Morgunfundir
-
Ertu á svölum vinnustað? - Marie Kingston, vinnusálfræðingur og höfundi bókarinnar Stop stress og Streitustigans.
-
Heilsueflandi forysta og vellíðan í starf - Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK.
- Eflum heilsu á vinnustöðum - kynning á viðmiðum um heilsueflandi vinnustað - Alma Möller landlæknir, Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK og Inga Berg Gísladóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
- Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum og Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Ísal.
- Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri – Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðsstjóri Advania og Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ.
- Kulnun - Hvað höfum við lært sem nýtist okkur nú? – Christina Maslach prófessor (emerita) við Berkleyháskóla í Kaliforníu og Linda Bára Lýðsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK.
- Jákvæðir starfshættir á heilsueflandi vinnustað - Aðalfyrirlesari prófessor Illona Boniwell.
- Fara teymisvinna og vellíðan saman? - Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla og Valgerður Hrund Skúladóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Sensa.
- Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? - Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá embætti landlæknis og Jóhann F. Friðriksson frá Vinnueftirlitinu.
- Hamingja á vinnustöðum er alvörumál! - Vanessa King hjá Action for Happiness, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá embætti landlæknis og Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK.
- Heilsueflandi vinnustaður. Ný viðmið og innleiðing hjá Icelandair – Kynning hjá Dokkunni.
- Heilsueflandi vinnustaður – viltu vita meira? – Kynning hjá Stjórnvísi í janúar 2021.
- Heilsueflandi vinnustaður – viðmið skoðuð nánar – Kynning hjá Stjórnvísi í október 2021
- Stjórnunarhættir og vellíðan - viðmið um Heilsueflandi vinnustað - Kynning hjá Stjórnvísi í nóvember 2021
- Heilsueflandi vinnustaður – viðmið skoðuð nánar- Áfengi og önnur vímuefni + starfshættir– Kynning hjá Stjórnvísi í janúar 2022
- Heilsueflandi vinnustaður – viðmið skoðuð nánar– Hollt mataræði - Kynning hjá Stjórnvísi í mars 2022
- Heilsueflandi vinnustaður - viðmið skoðuð nánar - Vinnuumhverfi - Kynning hjá Stjórnvísi í maí 2022
Heilsueflandi vinnustaður er hluti af verkefnum á forvarnasviði VIRK og unninn er í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, embætti landlæknis, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnueftirlitið, og hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Önnur verkefni forvarnasviðs eru m.a. velvirk.is, rannsóknir um áhrifaþætti brottfalls af vinnumarkaði og vitundarvakningar á borð við „Er brjálað að gera“ og "Það má ekkert lengur".