Streitustiginn
Kynning á Streitustiganum
Kynningarmyndband
Hér að neðan sjáið þið kynningarmynd um Streitustigann sem lýsir hvernig streita getur þróast. Sálfræðingar VIRK Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir fara með okkur í ferðalag um streitustigann og lýsa hverju þrepi fyrir sig.
Smelltu á myndbandið hér að neðan ⇓
Svalur
Einkenni
-
í jafnvægi og ræður við verkefnin sín
-
er uppbyggilegt og kemur t.a.m. með flottar tillögur að lausnum
-
áhugasamt, virkt og hjálpsamt
-
nægilega orkumikið til að geta verið góðir vinnufélagar
Hvernig er hægt að viðhalda svala stiginu og koma í veg fyrir streitu á vinnustað?
-
Geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem tengjast starfi og aðstæðum.
-
Eiga í góðum félagslegum tengslum við sitt samstarfsfólk.
-
Finnst starf þeirra skipta máli og framlag þeirra hafi vægi innan fyrirtækisins.
-
Fá viðurkenningu fyrir framlag sitt.
-
Hafa yfirsýn yfir verkefnin.
-
Finnst kröfur hæfilegar.
Leiðtogi sem vill hafa jákvæð áhrif á vellíðan starfsmanna getur haft þessi atriði í huga
-
Áhrif
- Hugað að leiðum til að fá aðkomu starfsmanna að ákvarðanatöku.
- Skoða hvort starfsmenn gætu verið með hugmyndir til að bæta sitt vinnulag og skipulagt verkefnin sín sjálfir.
- Hugleitt að gefa starfsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á starfið sitt
-
Félagslegur stuðningur
- Velt fyrir sér leiðum til að bæta samskipti við einstaka starfsmenn og sýna þeim meiri áhuga sem einstaklingum.
- Fundið leiðir til að efla samheldni hópsins.
- Brotið upp starfið með skemmtilegum samverustundum.
-
Mikilvægi
- Skoðað hvað hverjum og einum finnst skipta máli og hvað hvetur þá áfram í starfi en það getur verið mjög mismunandi.
- Kannað hvort hægt sé að útdeila verkefnum þannig að hver starfsmaður fái þau verkefni sem honum finnast áhugaverðust.
-
Viðurkenning
- Verið vakandi fyrir því hvenær og hvernig sé best að veita endurgjöf og sýna hverju teymi og hverjum starfsmanni þakklæti fyrir velunnin störf.
- Haft orð á mikilvægi framlags hvers og eins.
-
Yfirsýn
- Kannað hvort starfsmenn hafi yfirsýn yfir og góða stjórn á verkefnum sínum.
- Velt fyrir sér hvort starfsmenn þurfi stöðugt að laga sig að breyttum aðstæðum vegna breytinga í starfi eða innan fyrirtækisins.
- Velt fyrir sér hvernig sé best að kynna breytingar þegar þörf er á þeim.
-
Kröfur
- Gert kröfur til starfsmanna sem eru á skalanum frá því að vera auðveldar til þess að vera hæfilega krefjandi þannig að þær hámarki afköst og persónulegan vöxt þeirra í starfi.
- Haft í huga að ef starfið er of auðvelt fer starfsmönnum að leiðast og ef það er of erfitt er hætta á streitu.
Volgur
Einkenni
-
virkar oft önnum kafið
-
er pirrað
-
sleppir pásum og kaffitímum
-
gleymir hlutum
-
vinnur oftar á kvöldin og um helgar
Hvað er til ráða á volga þrepinu?
Logandi
Á logandi þrepinu er of seint að beita fyrirbyggjandi meðulum til að sporna gegn áhrifum streitu. Streitan hefur blossað upp en ef er unnið rétt með hana er enn hægt að koma í veg fyrir veikindi og veikindafjarveru frá vinnustað.
Einkenni
-
gerir fleiri mistök
-
vinnur á fullu og meira en venjulega
-
einangrar sig frá samstarfsfólki
-
lítur út fyrir að vera áhyggjufullt eða þreytt
-
hefur minna þol gagnvart nýjum verkefnum og minni trú á sjálfum sér og eigin getu.
Hegðun sem ætti að horfa eftir
-
Starfsmaður vinnur lengur en venjulega - gæti sent tölvupósta á undarlegum tímum t.d. um miðja nótt.
-
Breytt samskiptahegðun, t.a.m. gæti hann forðast augnsamband, verið á iði, jafnvel verið hvatvís eða fljótfær.
-
Starfsmaðurinn virðist óþolinmóður og undir álagi og sendir frá sér skilaboð um t.d. að hann hafi ekki tíma fyrir fundinn eða samtalið.
-
Forgangsröðun er ekki eins og hún ætti að vera. Mikilvæg verkefni gleymast á meðan þau sem minna vægi ættu að hafa fá of mikla athygli.
-
Starfsmaður stekkur úr einu verkefni í annað og getur festst í smáatriðum þar sem hann vantar alla yfirsýn.
-
Hann tekur í auknum mæli rangar ákvarðanir.
Hvað er til ráða á logandi þrepinu?
Þegar starfsmaður er á logandi þrepinu er algerlega nauðsynlegt að stjórnendur og samstarfsfólk bregðist við. Aðstoð á logandi stiginu snýr að mestu um að létta á álagi og veita félagslegan stuðning.
Mælt er með eftirfarandi inngripum til að styðja við starfsmann sem er farinn að loga.
Bráðnaður
Einkenni
-
Áhyggjur starfsmanns af starfinu sínu eða eigin ástandi eru ýktar og þar gætir ósamræmis.
-
Merki um ofsakvíða og rugl í samskiptum. Forðast jafnvel stjórnendur og samstarfsfólk, vinnuhlé, fundi og aðrar samverustundir.
-
Óskipulag, tekst ekki að ljúka verkefnum eða gleymir þeim .
-
Minnisleysi, andleg fjarvera á fundum.
-
Erfiðleikar við ákvarðanatöku.
-
Tíðari veikindafjarvistir.
-
Grátköst upp úr þurru.
Hvað er til ráða á bráðnandi þrepinu?
Tilbúinn til vinnu?
Hvert geta starfsmenn leitað eftir aðstoð?
-
Tala við yfirmann eða aðra sem þú treystir.
-
Skoða hvað sé best fyrir þig að gera í stöðunni - hvaða bjargráð hefur þú?
-
Leit til læknis ef líðanin er mjög slæm.
Brunninn
Einkenni
-
Það hefur búið við ákaft og langvarandi álag
-
Vitsmunaleg og tilfinningaleg flatneskja, kulnun
-
Veruleg vangeta í starfi
-
Langtímafjarvera vegna veikinda