Ný sýn á heilsu
Jákvæð heilsa og heilsuhjólið
Hvað eiga bláu svæðin sameiginlegt?
Hin sex svið heilsu
Jákvæð heilsa Machteld skiptist í sex aðal svið heilsu sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Með því að fylla út í heilsuhjólið má fá nokkuð góða innsýn í það hvort líf okkar sé í góðu jafnvægi og hvort þörf sé á að vinna með eitthver svið.
Hjólið er fyllt út á þann hátt að merkt er við á vefnum hvar við erum stödd fyrir hvert svið. Ef við værum í fullu jafnvægi með öll sviðin værum við að merkja alls staðar við ysta hringinn en það gerist hjá fæstum. Þegar búið er að merkja á hjólið stöðu okkar hvað varðar öll sviðin getum við skoðað hvaða svið okkur finnst við þurfa helst að vinna með og þá er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum ekki endilega að vinna með það svið sem skora lægst heldur frekar það sem okkur finnst mest þörf á að bæta.
Í þessu sambandi má einnig benda á athyglisverða rannsókn sem Ingibjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi VIRK vitnar til í fréttablaði Eflingar þar sem kemur í ljós að það að einbeita sér að einu sviði heilsuhjólsins og setja sér raunhæf markmið um litlar breytingar hefur þau áhrif að atriði tengd öðrum sviðum breytast í kjölfarið. Þannig hefur það að bæta til dæmis andlega eða líkamlega líðan jákvæð áhrif á félagsleg samskipti. Jákvæð heilsa leggur höfuð áherslu á að einstaklingar upplifi það að vera sjálfir við stjórnvölinn þegar kemur að ákvarðanatöku hvað varðar heilsutengd markmið.
Þó nokkrar heilsugæslustöðvar í Hollandi eru farnar að nýta sér heilsuhjólið í viðtölum og lofar sú vinna góðu. Áhuginn fyrir hugmyndafræðinni fer ört vaxandi og um að gera að máta sig við hjólið.
Líkamleg virkni
- Læknisskoðun sýnir engar óeðlilegar niðurstöður.
- Heilbrigt útlit (húðlitur, augnaráð, viðhorf).
- Líkamleg geta í samræmi við aldur.
- Er verkjalaus.
- Er orkumikil/l.
Andleg vellíðan
- Er andlega hæf/ur og get hugsað skýrt.
- Er í góðu skapi, jákvæð/ur.
- Er sjálfsörugg/ur.
- Hef tök á lífi mínu.
- Ræð við persónulegar aðstæður.
Tilgangur
- Get fundið tilgang í lífinu.
- Get gert hluti sem skipta máli.
- Hef hugsjónir sem ég brenn fyrir.
- Hef trú á framtíðinni.
- Sætti mig við og er ánægð/ur með lífið.
Lífsgæði
- Upplifi góð lífsgæði.
- Er hamingjusamur/-söm megnið af tímanum.
- Get notið lífsins.
- Tel mig heilbrigða/n og hrausta/n.
- Er að blómstra.
- Finn fyrir lífsgleði.
- Er í góðu jafnvægi.
Þátttaka
- Get viðhaldið félagslegum tengslum.
- Hef nægilegt stuðningsnet.
- Er ekki einmana.
- Er viðurkennd/ur í félagslega umhverfinu.
- Tek þátt í samfélaginu.
- Vinn við eitthvað sem telst mikilvægt (launað eða ólaunað).
Dagleg virkni
- Get klætt mig og séð um eigið hreinlæti.
- Get séð um heimilishaldið (t.d. eldað, þrifið, séð um fjármálin).
- Get unnið (launuð eða ólaunuð störf).
- Skil læknisfræðilegar leiðbeiningar og fer eftir þeim (heilsulæsi).