Kynferðisleg áreitni á vinnustað
Hvað er kynferðisleg áreitni?
Dæmi um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni
- Dónalegir brandarar.
- Kynferðislegar athugasemdir.
- Kynferðislegar augngotur.
- Að fara inn fyrir prívat rými starfsmanns með því að halla sér yfir hann eða króa af.
- Óviðeigandi snerting s.s. káf, þukl, klípa í brjóst eða rass.
- Óvelkomin faðmlög, kossar, klapp eða strokur.
- Óviðeigandi líkamstjáning.
- Óviðeigandi myndataka.
- Líkamlegt ofbeldi til dæmis að slá, hrista eða rassskella.
- Persónulegar spurningar um kynlíf og þrýstingur um kynferðislegan greiða.
- Uppástunga um óviðeigandi klæðnað eða nekt.
- Óviðeigandi athugasemdir um kynferðisleg málefni og útlit.
- Óvelkomin beiðni um kynferðislegt samband eða stefnumót.
- Óvelkomin samskipti á samfélagsmiðlum.
- Klámfengin dagatöl eða myndir.
- Kynferðislegar myndsendingar.
Í þessu myndbandi frá VER er fjallað um kynferðislega áreitni og hvernig hún getur birst í hegðun og tali í vinnuumhverfinu.
Hér má einnig sjá lýsandi myndband um hvað má og hvað má ekki.
Afleiðingar kynferðislegrar áreitni
- Kynferðisleg áreitni getur haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinginn sem fyrir henni verður og geta þær jafnvel varað í mörg ár.
- Áreitnin hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn sem hún beinist að heldur einnig aðstandendur hans og samstarfsfólk.
- Afleiðingarnar verða alvarlegri ef stjórnendur bregðast ekki nógu snemma eða vel við.
- Áreitni á vinnustað getur haft í för með sér kostnað fyrir samfélagið vegna veikindafjarveru, sjúkrakostnaðar og í alvarlegri tilvikum eða þegar ekki tekst að vinna úr málum getur hún leitt til örorku.
Dæmi um afleiðingar hjá þolendum
- Reiði
- Kvíði
- Skömm
- Þunglyndi
- Skert sjálfstraust
- Félagsleg einangrun
- Svefnraskanir
- Höfuðverkur
- Magaverkir
- Vöðvaverkir
- Skert starfsgeta
- Tíð veikindi
- Streita/Áfallastreita
- Sjálfsvíg
Dæmi um afleiðingar fyrir vinnustaðinn
- Tíð fjarvera starfsmanns/starfsfólks
- Mikil starfsmannavelta
- Aukinn kostnaður vegna endurráðninga og nýliðaþjálfunar
- Framleiðni minnkar
- Þjónusta versnar
- Samskiptaörðugleikar
- Kostnaður vegna úrvinnslu mála
- Löskuð ímynd vinnustaðar
Upplýsingar um afleiðingar að mestu fengnar úr bæklingi Vinnueftirlitsins Sættum okkur ekki við.
Plaköt - Það má ekkert lengur
Hvað getur þolandi gert?
-
Láttu gerandann strax vita ef þú treystir þér til. Útskýrðu þá hegðun hans sem er óviðeigandi. Það gæti dugað til að stöðva áreitnina.
-
Geymdu allt efni sem tengist málinu s.s. myndir og tölvupósta.
-
Tilkynntu áreitið sem fyrst til yfirmanns eða þess/þeirra aðila sem þú hefur fengið upplýsingar um að eigi að taka við slíkum tilkynningum.
-
Fáðu upplýsingar hjá viðtakendum um hvaða ferill fari í gang hjá þeim.
-
Leitaðu til stéttarfélagsins þíns eftir upplýsingum um hvar þú getir fengið ráðgjöf eða stuðning.
-
Kannaðu með möguleika á styrkjum hjá stéttarfélaginu þínu til að mæta kostnaði.
-
Vertu meðvituð/meðvitaður um að ef um refsivert athæfi hefur verið að ræða getur verið gagnlegt að fá ráðleggingar um hvernig sé best að haga málum eða hreinlega kæra til lögreglu.
-
Þú getur einnig sent ábendingu til Vinnueftirlitsins ef viðbrögð vinnustaðar eru slök. Ef um skipulagða starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka er að ræða er hægt að tilkynna atvik hér.
112, Stígamót, Bjarkarhlíð, Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið.
Hvað geta stjórnendur gert?
Skyldur atvinnurekanda
-
Vertu góð fyrirmynd og taktu frumkvæði. Talaðu alltaf fyrir gildum á borð við kurteisi og virðingu.
-
Settu afstöðu vinnustaðarins til kynferðislegs áreitis skýrt fram þannig að öllum sé ljóst hverjar væntingar þínar eru til starfsfólksins og hvaða hegðun sé ekki liðin á vinnustaðnum.
-
Vinnustöðum ber að móta Stefnu og viðbragðsáætlun um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og gott getur verið að fylgja ráðum Vinnueftirlitsins við gerð hennar.
-
Bjóddu upp á fræðslu um kynferðislega áreitni og fjallaðu reglulega um hana á starfsmannafundum og í starfsmannasamtölum til að halda öllum vel upplýstum.
-
Fáðu til liðs við þig starfsfólk sem getur unnið að þessum málum með þér. Sumir vinnustaðir kjósa að mynda fagráð.
-
Talaðu opinskátt við starfsfólkið um kynferðislega áreitni og skapaðu menningu þar sem starfsfólkið getur talað um áreitni og veit að það getur leitað aðstoðar.
-
Vertu vakandi fyrir merkjum um afleiðingar áreitni hjá starfsfólkinu og bregstu við þegar ástæða er til. Það getur reynst starfsfólki mjög erfitt að láta vita.
-
Merkin sem þú þarft að þekkja eru m.a. vanmáttarkennd, lágt sjálfsmat, spenna, kvíði, reiði, svefnvandamál, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikar, minnisvandi, sektarkennd, skömm og áfallastreita.
-
Gerðu öllu starfsfólki ljóst hvað það eigi að gera ef það telur sig verða fyrir kynferðislegri áreitni, eða hefur grun um að kynferðisleg áreitni eigi sér stað á vinnustaðnum eða verður vitni að slíkri áreitni.
-
Fylgdu málum eftir og sjáðu til þess að tekið sé við öllum málum á vandaðan hátt - sjá gátlista Vinnueftirlitsins, að viðbragðsáætlun sé fylgt, stuðningur veittur og vísað í bestu mögulegu úrræðin.
-
Hugaðu einnig að stuðningi á vinnustað við brotaþola dagana og vikurnar á eftir og að því að vanda endurkomu hafi starfsmaður þurft að vera fjarverandi í einhvern tíma.
-
Hafðu í huga að rót kynferðislegrar áreitni liggur oftast í valdamisvægi og að stjórnendur geta reynst í erfiðri stöðu til að taka á málum. Þá er sérlega gott að hafa vandaða verkferla til að fylgja.
- Í tilvikum þegar stjórnendur eiga erfitt með að taka á vandanum þá er hægt að leita til ráðjafafyrirtækja sem geta veitt aðstoð.
-
Einnig getur vinnustaður sent ábendingu til Vinnueftirlitsins. Ef um skipulagða starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka er að ræða geta stjórnendur leitað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Hvað getur samstarfsfólkið gert?
- „Þetta er nú kannski aðeins yfir mörkin, ertu viss um að þetta hafi verið í lagi?“
- „Hafðu í huga að þú ert að tala við samstarfsfélaga“
- „Það getur verið óþægilegt fyrir marga þegar þú talar svona, ég t.d. upplifi þetta ekki vel“
- „Ef þú hefðir sagt þetta við mig hefði ég beðið þig að hætta“
- „Við erum hér til að vinna, þú ættir að haga þér í samræmi við það“
- „Þú ættir að passa hvað þú segir, einn daginn mun einhver upplifa svona athugasemdir illa“
- „Á þessum vinnustað komum við ekki svona fram við hvort annað“
- „Myndir þú vilja að einhver kæmi svona fram við þig?“
- Við erum öll ólík, það sem einum kann að finnast í lagi finnst öðrum óþægilegt
- Við verðum að virða mörk hvers annars – „Sá sem vill minna ræður“
- Við höfum alltaf rétt á því að stöðva framkomu sem við upplifum óþægilega
- Við erum öll manneskjur og manneskjur gera mistök – aðgreinum manneskjuna frá hegðuninni. „Gott fólk“ getur hagað sér illa og öfugt.
- Getur hann/hún gert svona?
- Má ég sýna stuðning – og þá hvernig og með hverjum?
- Má ég hafa skoðanir – hvenær og við hverja?
- Hvernig má mér líða? (sorg, depurð, reiði?)
Er viðeigandi menning á vinnustaðnum?
- Óvelkomin snerting
- Kynferðislegar augngotur
- Senda óviðeigandi skilaboð eða myndir
- Óviðeigandi boð um að hittast
- Beiðni um kynlíf
- Uppáþrengjandi spurningar um einkalíf eða líkama
- Virða ekki nándarmörk í samskiptum
- Móðgandi ummæli er varða kyn
- Óviðeigandi nánd og snerting í samskiptum
Þessi listi er eingöngu dæmi og ekki tæmandi. Annarskonar hegðun á vinnustöðum getur einnig verið minna áberandi. Í þeim aðstæðum getur gerandi reynt að hylma yfir verknaðinn með því að segja að þetta hafi átt að vera hrós, grín eða létt daður. Þolendur hafa hins vegar áhyggjur af því að að rugga bátnum með því að bregðast við eða segja frá. Staðreyndin er að þegar starfsmaður upplifir hegðun af kynferðislegum toga sem honum finnst vera kynferðisleg áreitni s.s. móðgun, niðurlæging eða ógn þá telst það vera kynferðisleg áreitni.
Er viðskiptavinur eða skjólstæðingur að áreita?
Vinnuveitendur þurfa að
- Meta hvort aðstæður séu til staðar á vinnustaðnum sem gætu aukið hættuna á því að starfsmaður verði fyrir kynferðislegri áreitni. Eru starfsmenn t.d. einir í aflokuðu rými með skjólstæðingum og þurfa jafnvel að sinna líkamlegum þörfum viðkomandi?
- Skipuleggja starfið með forvarnir í huga. Þannig gæti verið þörf á því að í vissum tilfellum séu alltaf tveir eða fleiri að vinna saman og eins að vinnuumhverfið sé hannað þannig að alltaf séu opnar flóttaleiðir svo hægt sé að komast fljótt í burtu ef eitthvað gerist.
- Fræða starfsfólk og gefa því leiðbeiningar um hvaða aðstæður beri að varast og hvernig best sé að takast á við áreitni ef hún á sér stað. Einnig að kynna ferla og viðbrögð á vinnustaðnum.
- Passa að aðeins það starfsfólk sem hefur fengið viðeigandi fræðslu sé sett í aðstæður þar sem hættan á áreitni er metin meiri.
- Skrá og rannsaka tilfelli af kynferðislegri áreitni sem kunna að koma upp. Danir meðhöndla t.d. slíka áreitni á vinnustað sem hvert annað vinnuslys.
Gott er líka að hafa eftirfarandi í huga
- Taka umræðu á vinnustaðnum um hvað felist í kynferðislegri áreitni.
- Deila þekkingu um forvarnir og viðbrögð á vinnustaðnum Ræða atvik sem hafa mögulega átt sér stað og hvernig var brugðist við þeim og hvort hægt sé að læra af því. Þolendur geta verið í vafa um atvik sem hafa átt sér stað og hvort um áreitni hafi verið að ræða og þá er gott að spegla það við aðra.
- Spyrja starfsfólk hvort það hafi upplifað kynferðislega áreitni án þess að skilgreina upplifunina sem slíka. Það má t.d. gera með því að spyrja beint hvort starfsfólk hafi orðið fyrir því á vinnustaðnum að t.d. einhver segi eitthvað kynferðislegt eða snerti það á óviðeigandi hátt.
- Alltaf að leggja áherslu á faglegheit og þjálfun starfsfólks.
- Passa þarf extra vel upp á starfsfólk sem vinnur eitt með viðskiptavinum eða skjólstæðingum.
Hvað segja rannsóknir?
Samnorræn rannsókn um kynferðislega áreitni
Helstu niðurstöður í hverjum flokki fyrir sig voru eftirfarandi
Líkamleg störf
Kennsla og félagsleg störf
Þjónustu- og umönnunarstörf
Skrifstofustörf
Samantekt
Höfundar benda á að yfirlitið sé ekki tæmandi og t.d. vanti rannsóknir um kynferðislega áreitni í mörgum starfsstéttum. Einnig sé ekki minnst á forvarnir gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum í rannsóknunum og brýnt sé að bæta úr þeim þætti.
Samantektin gefi samt vísbendingar um stöðuna og þá m.a. að konur eru í meirihluta þolenda og karlar í meirihluta gerenda. Í sumum starfsgreinum eru það aðallega aðilar hærra í valdastrúktúr vinnustaðarins sem eru gerendur á meðan að í öðrum greinum eru það einkum skjólstæðingar/viðskiptavinir sem eru gerendur.
Mikilvægt sé líka að kanna betur þátt vinnustaðamenningar þegar kemur að kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Ekki sé nóg að setja lög sem banna áreitnina þegar menningin er lífseig. Varað er við því að sönnunarbyrðin sé sett á þolandann sem gerist frekar ef ekki er tekið á menningunni á vinnustaðnum og þolandinn jafnvel færður til í starfi.
Í fæstum tilfellum séu til stefnur á vinnustöðum um hvernig höndla skuli gerendur eða hvernig stuðningur fyrir þolendur eigi að vera. Einnig að stundum geti ferlar á vinnustöðum frekar verndað vinnustaðinn sem slíkan en ekki þolandann svo málið komist til að mynda ekki í hámæli. Þannig sé áreitnin oft sett fram sem einstaklings vandi hjá geranda en ekki tengd menningu vinnustaðarins.
Valdbeiting á vinnustað - íslensk rannsókn frá 2020
Birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnustað.
Helstu birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni á vinnustað
Orðbundin
- Oft sett fram sem grín eða útskýrt eftir á sem grín. Þolandinn settur í þá stöðu að vera manneskja sem „ekki getur tekið gríni“.
- Lítillækkandi kynferðislegir brandarar.
- Hrós – gerandi oft eldri og í valdastöðu gagnvart þolanda.
- Grófur talsmáti.
Táknræn
- Stöðugt gláp.
- Textaboð og myndsendingar á samfélagsmiðlum.
Líkamleg
- Káf, strokur og klapp.
Afleiðingar kynferðislegrar áreitni á vinnustað
Kynferðisleg áreitni og starfsumhverfi
Helstu birtingarmyndir kynbundinnar áreitni á vinnustað
Alls lögðu 17% þolenda fram kvörtun vegna áreitninnar sem skilaði engu í 71% tilfella, 25% töldu kvörtunina hafa leitt til jákvæðra breytinga en 3% til verra ástands.
Helstu afleiðingar kynbundinnar áreitni á vinnustað
Þátttakendur sem ekki höfðu upplifað kynbundna áreitni voru líklegri til að meta andlega heilsu sína mjög góða eða góða en þeir sem höfðu verið beittir slíkri áreitni.
Kynbundin áreitni og starfsumhverfi
Niðurstöður úr Áfallasögu kvenna
Í byrjun september sl. (2022) birti ritrýnda tímaritið, The Lancet, niðurstöður úr íslenskri rannsókn á áhættuþáttum fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum á meðal kvenna. Þetta er ein viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði á heimsvísu eins og kemur fram í viðtali Mbl.is við Eddu Björk Þórðardóttur, lektor við HÍ og ábyrgðarhöfund rannsóknarinnar. Gögnin í rannsókninni eru fengin úr Áfallasögu kvenna og tæplega 30% íslensku mælandi kvenna á aldrinum 18 til 69 ára með skráð símanúmer eða heimilisfang tóku þátt í rannsókninni. Gagnasöfnun hófst í mars 2018 en spurningu um kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað var bætt við spurningalistann í maí 2018 og 15.799 konur svöruðu henni.
Helstu niðurstöður
-
Um þriðjungur (33,5%) kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað á lífsleiðinni og 7,5% á núverandi vinnustað (yngri konur).
-
Konur á opinberum vettvangi verða oftar fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum.
-
Hinsegin konur eru líklegri til að vera útsettar heldur en gagnkynhneigðar.
-
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi gagnvart konum reyndist algengara á vinnustöðum með vaktafyrirkomulagi og óreglulegum og löngum vinnutíma en annars staðar.
Almennt séð var áreitni algengust á meðal yngri velmenntaðra kvenna sem unnu þá oft einnig lengri vinnutíma.
Algengi kynferðislegrar áreitni/ofbeldis yfir starfsævina eftir starfsstéttum
- 16% kvenna sem starfa á opinberum vettvangi (sviðslistir, blaðamennska, stjórnmál eða íþróttir)
- 15% kvenna sem starfa í ferðaþjónustu
- 14% kvenna tæplega sem starfa í réttarvörslu og öryggisgæslu
- 12% kvenna í heilbrigðisþjónustu
Menning á vinnustað skiptir máli
Mbl.is hefur eftir Eddu Björk að vitað er að „....kynferðisleg áreitni og ofbeldi gegn konum er mjög rótgróið félagslegt vandamál sem hefur verið til staðar í gegnum aldirnar, því miður. Og það sem virðist vera helsti forspárþáttur fyrir þessu er vinnumenningin og þá er mjög mikilvægt, við sjáum það á erlendum rannsóknum, að á vinnustöðum þar sem eru skýr viðmið um að þetta sé óheimilt og starfsmenn séu upplýstir um hvaða afleiðingar slík hegðun hefur að þar er þetta óalgengara“. Einnig bendir Edda Björk á að svo virðist sem það sé kynslóðamunur á því hvernig merkingu konur leggja í áreitni eða ofbeldi og slík hegðun hafi verið „normaliseruð“ áður fyrr.
Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að svo virðist vera að þörf sé á því að huga að betri forvörnum og inngripum innan vissra starfsgreina til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi. Einnig sé þörf á samfélagslegum aðgerðum til að breyta orðræðu, aðgerðum og normum tengt þessum vanda bæði innan og utan vinnustaða. Afar mikilvægt sé loks að hafa eftirlit með aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum þar sem þær hafa mögulega ekki tilætluð áhrif og gætu jafnvel stuðlað að því að sökin varpist til baka á konur (t.d. það að setja ábyrgðina á þolandann og hefndaraðgerðir) eða auki líkur á áreitni.
Refsivert athæfi
Kynferðisleg áreitni er refsiverð samkvæmt lögum
„Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta“ (199. gr. alm.hgl.).
Nánar um 199. greinina og hvað telst refsivert arhæfi:
- Strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum þolanda innan klæða sem utan.
- Um er að ræða snertingu á líkama annarrar manneskju sem sé andstæð góðum siðum og samskiptaháttum.
- Sé þuklað eða káfað innan klæða er ekki nauðsynlegt að kynfæri eða brjóst séu snert til að háttsemin teljist kynferðisleg áreitni.
- Þukl og káf annars staðar en á kynfærum og brjóstum getur verið kynferðisleg áreitni.
- Ekki eru samt allar snertingar áreitni refsiverðar. Það er metið hverju sinni.