Streita og álag
Streitustiginn
Kynning á Streitustiganum
Þú getur kynnt þér Streitustigann í þessari Kynningarmynd um Streitustigann. Sálfræðingar VIRK Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir fara með okkur í ferðalag um streitustigann og lýsa hverju þrepi fyrir sig. Þær segja frá því hvernig streita getur þróast og fjalla um helstu einkenni streitu. Nánari upplýsingar hér á Streitustiginn.
Streitustiginn kemur úr bókinni Stop stress – håndbog for ledere (2016) eftir Marie Kingston og Malene Friis Andersen.
Hvar ert þú á Streitustiganum?
Þú getur notað Streitustigann til að máta þig við hann og meta stöðuna hjá þér með tilliti til streitu. Í efninu sem fylgir Streitustiganum er einnig að finna gagnleg ráð og verkfæri til að takast á við streituna og vera í góðu jafnvægi.
Hvað er til ráða?
Góðu fréttirnar eru þær að Streitustiganum fylgja nokkur verkfæri sem þú getur notað bæði í þeim tilgangi að fyrirbyggja streitu og líka til að finna leiðir út úr streituástandinu. Verkfærin getur þú nálgast hér undir Streitustiganum.
Þegar þú hefur staðsett þig á Streitustiganum getur þú valið að nota verkfæri út frá hverju þrepi fyrir sig.
Svalur
Skelltu þér í þjónustuskoðun - Ef þú vilt vera svöl/svalur gætir þú haft áhuga á að skella þér í þjónustuskoðun svona einu sinni á ári. Fleiri verkfæri og upplýsingar fyrir svala þrepið hér.
Volgur
Forgangsröðun verkefna – Á volga þrepinu getur verið gott að fara yfir verkefnin, flokka þau eftir mikilvægi og forgangsraða. Fleiri verkfæri og upplýsingar fyrir volga þrepið hér.
Logandi
Raunveruleikatékk - Ef þér finnst þú vera á logandi þrepi streitustigans er ekki ólíklegt að þú sért ekki að horfast í augu við vandann og gerir jafnvel lítið úr streitueinkennunum sem þú innst inni veist að þú finnur fyrir. Það er því ekki úr vegi að fara í smá raunveruleikatékk.
Ræddu við yfirmann þinn - Á logandi þrepinu getur þér reynst erfitt að stöðva vítahring streitunnar upp á þitt eindæmi. Á þessu þrepi er því æskilegt að ræða við yfirmann um hvernig þér líður og leita leiða til að komast til baka í betri líðan. Fleiri verkfæri og upplýsingar fyrir logandi þrepið hér.
Bráðnaður
Jafnvægi á milli virkni og hvíldar - Á bráðnaða stiginu hefur þú verið undir stöðugu langvarandi álagi, og þú ert að nýta síðustu orkudropana. Þú þarft að átta þig á hvað það er sem dregur úr þér orku, hvað gefur þér orku og hvað endurnærir þig og gert síðan áætlun um að ná betra jafnvægi í daglegu líf og er þetta verkfæri kjörið til þess. Fleiri verkfæri og upplýsingar fyrir bráðnaða þrepið hér.
Brunninn
Lærðu af streitutímabilinu – Hér er á ferðinni verkfæri sem þú getur notað til að læra af Streitutímabilinu svo þú getir notað þá þekkingu í framtíðinni til að viðhalda betra jafnvægi. Frekari upplýsingar um bruna þrepið hér.
Ráð við streitu
Er brjálað að gera?
Hver er þín leið til að fá útrás fyrir uppsafnaða streitu? Í Uppsöfnuð streita finnur þú hugmyndir sem getur verið gott að nýta þegar streitan hefur náð að safnast fyrir í nokkurn tíma.
Ráð til að takast á við streitu
Á 10 sterkir leikir gegn streitu í starfi finnur þú nokkur góð ráð til að fyrirbyggja eða draga úr streitu í starfi sem má að sjálfsögðu nota í einkalífinu líka.
Hvernig höndlar þú breytingar?
Að takast á við breytingar á vinnustað getur tekið á og komið niður á starfsánægju og líðan. Á breytingatímum reynir oft verulega á sveigjanleika, seiglu og jákvæðni. Flest erum við vanaföst og þegar hlutirnir ganga samkvæmt áætlun teljum við okkur hafa góða stjórn í lífinu. Þegar við mætum hinu óþekkta hins vegar getum við fundið fyrir kvíða og aukinni streitu. Í greininni Streita vegna óvissu er að finna góð ráð sem gætu hjálpað þér að takast að við breytingar á vinnustað og draga úr streitu.
Upp úr hjólförunum!
Ertu mögulega í þeirri stöðu að vita heilmikið um heilbrigðan lífsstíl og hvernig þú gætir bætt lífsgæði þín verulega, en nærð ekki að stíga skrefið? Í Bilið milli þess að vita og gera getur þú áttað þig á hver gætu verið fyrstu skrefin í átt til betra lífs.
Leiðir til að slaka á
Fyrsta skrefið er að ákvað að gera góða hluti fyrir þig og þá gæti verið gaman að bæta inn Núvitund því í erli dagsins þurfum við í auknum mæli að finna leiðir til að ná jafnvægi í lífinu. Eins gætu Öndunaræfingar hjálpað eða leiðir til að Einfalda líf þitt allt eftir því hvað höfðar til þín.