Hér höfum við tekið saman gagnlegt efni sem gæti nýst á tímum sóttvarna. Fjallað verður um hreyfingu og útiveru, tækifæri til náms og afþreyingar á vefnum og fjarvinnu svo fátt eitt sé nefnt. Einnig má hér finna hollráð sérfræðinga VIRK á óvissutímum.
Í kaflanum Ráð til stjórnenda í tímum sóttvarna geta stjórnendur fundið ýmsan fróðleik, meðal annars um fjarvinnu, nýtt skipulag skrifstofunnar og hvernig taka megi á óöryggi og áhyggjum starfsmanna.
Við bendum á covid.is og vef Embættis landlæknis með hagnýtar upplýsingar vegna COVID-19. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar hjá mörgum stéttarfélaganna (sjá t.d. VR og BHM).
